þann 20.september fæddist eitt mest spennandi labradorgot sem við höfum fengið til þessa, 11 heilbrigðir hvolpar, 4 gular tíkur, 2 gulir rakkar, 2 svartar tíkur og 3 svartir rakkar.
Á bakvið hvolpanna er frábært heilbrigði og erum við í skýunum með þessa flottu hvolpa og mikil forréttindi að hafa fengið að rækta þá með einum fremsta Labradorræktanda landsins
Jóninnu Hjartardóttur.

Pabbi hvolpanna er ISShCh Musical´s The Hostage (Texas) að mínu mati einn allra flottasti labradorhundur landsins með frábært geðslag. Besti sýningarárangur: besti rakki tegundar en einnig 2 og 4 besti rakki tegundar svo eitthvað sé nefnt,
Íslenskur sýningameistari, 2 alþjóðleg meistarastig. Texas hefur reynst frábær ræktunarhundur og eru afkvæmi hans og niðjar að ná frábærum árangri. Þannig að segja má að hann skili enn betri einstaklingum í framræktun en hann er sjálfur.

Mamma hvolpanna er Hrísnes Esja, virkilega falleg tík með geðslag eins og það gerist best. Esja hlaut Exellent í unghunda og ungliðaflokki og Very Good í Opnum flokki. Esja
er undan C.I.E. ISShCh Buckholt Cecil (Bassa) sem er einn af fallegustu rökkum landsins, en Bassi hefur náð gríðalega flottum árangri á sýningum og meðal annars verið
valinn besti hundur sýningar HRFÍ en um þann tiltil keppa á bilinu 500-700 hundar af öllum tegundum.

Allar upplýsingar um hvolpanna er hægt að fá hjá mér í email thuryhil@gmail.com eða í síma: 661-5506

Svo eiga hvolparnir auðvitað Facebook síðu eins og allir 🙂 og hún er HÉR

Þurý

ISShCh Musical´s The Hostage

ISShCh Musical´s The Hostage

Hrísnes Esja

Hrísnes Esja

Hrísnes hvolpar

Hrísnes hvolpar