Þá eru flest öll tryppi sem eru á fjórða vetur 2014 orðin reiðfær og bíða áframhaldandi tamningar. Fálki frá Hrísnesi er 3ja vetra foli undan Borða frá Fellskoti. Fálki er spennandi tryppi jákvæður og mjög gangsamur. Óliver frá Hrísnesi er undan Kaspari frá Kommu og Ólafíu frá Reykjavík sem er Glæsisdóttir, Óliver fer vel af stað, myndarlegur hestur sem enn vantar styrk sem eðlilegt er hjá 3ja vetra tryppi. {vsig}2013/hrafnar{/vsig}
Einnig höfum við verið að halda áfram með Hrafnar frá Hrísnesi og er hann kominn í frí núna fram í desember en þá byrjar þjálfun á þessum gæðingi fyrir alvöru. Að ofan eru myndir af Hrafnari og ein af Krumma frá Blesastöðum sem hann er undann. svo er að sjá Rauðhettu frá Hrísnesi sem er undan Ljósálfi frá Hvítárnesi, Fálka frá Hrísnesi undan Borða frá Fellskoti og Krummu frá Finnstungu sem er undan Ármanni frá Hrafnsstöðum.