Fallegi strákurinn okkar Neardamo Number One er litli rússinn okkar sem ætlar að koma til Íslands á nýju ári. Hann er frábærlega ættaður og mikið og gott heilbrigði á bak við þennan flotta strák. Hann er búinn að vera í Svíþjóð frá því í september og þarf að vera þar þangað til í mars þar sem ekki má koma heim með hunda frá rússlandi nema þeir hafi verið í öðru landi í minnst 6 mánuði vegna sóttvarna. Marco er algjörlega geggjaður, rosalega rólegur og yfirvegaður hundur (hvolpur) og unir sér vel í góðu yfirlæti á hestabúgarði í Svíþjóð. Hlökkum mikið til að strumpurinn kemur heim til Íslands enda frábært fyrir alla Labrador ræktendur að það komi nýtt blóð inní stofninn og valið aukist sem hlítur að vera fagnaðarefni fyrir alla.

Neardamo Number One þegar hann var 4ra mánaða

 

Við óskum ykkur gleðilegra hátíða og vonum að þið hafið það sem allra best með ykkar fólki.