Fórum í dag að kíkja á Ösku okkar sem er nú á sínum öðrum mánuði í tamningu. Þessi meri lofar góðu hjá frábæru tamningafólki sem hefur reynst okkur vel. Verður spennandi að sjá á næstu mánuðum hvort hún þroskist áfram svona vel og bæti sig með hverjum deginum eins og hefur verið hingað til, við erum allaveganna í skýjunum með hvert hún er komin og hlökkum til að sjá hana vaxa. Aska er undan Krummu okkar frá Finnstungu sem hún Þurý gaf mér þegar ég var fertugur sem folald og glæsihestinum og höfðingjanum Markúsi frá Langholtsparti.

Aska frá Hrísnesi

Markús frá Langholtsparti

Aska dagsgömul