Fyrstu vetrarleikar vetrarins hjá Sleipni voru haldnir núna á sunnudagin 8.feb. Frábær þáttaka mikill fjöldi í öllum flokkum og greinilegt að félagið er að vaxa. Balti keppti í pollaflokki á Litlu Brellu, reið um eins og herforingi. Embla keppti í barnaflokki á Ými og gekk það svona ágætlega og enduðu þau í 5.sæti.

{gallery}keppnib{/gallery}

Alexandra keppti í ungmennaflokki þar sem þáttakan var virkilega góð 16 ungmenni kepptu á mótinu sem er það allra mesta sem ég hef séð. Gekk alveg frábærlega hjá þeim og komust í úrslit og enduðu í 5.sæti. Þetta var virkilega flott hjá þeim og hesturinn frábær á hægu tölti. Hann er á hægu tölti uppá vinstri á myndunum (þar sem sést í vinsti hönd Alexöndru).

{gallery}keppnia{/gallery}