Í gær fórum við á Deildarsýningu Retrieverdeildarinnar með nokkra hunda úr okkar ræktun. Við lánuðum henni Matthildi Hrísnes Vöku okkar til að keppa í Ungum sýnendum og uppskáru þær 1. sætið og þær hittust klukkutíma fyrir sýningu. Þvílíkir snillingar. Einnig sýndi hún 2 hvolpa úr okkar ræktun og stóð sig alveg frábærlega. Efnilegur sýnandi hér á ferðinni. Nokkrir hvolpar voru sýndir úr okkar ræktun og hlutu þau frábærar umsagnir.
Hrísnes Svampur með sérlega lofandi í 3. sæti í rökkum 6-9 mánaða.
Hrísnes Mandla með sérlega lofandi í 3. sæti í tíkum 3-6 mánaða.
Hrísnes Golíat með lofandi.
Hrísnes Baster með lofandi.
Hrísnes Dýri með lofandi.
Hrísnes Dísel með lofandi.
Hrísnes Sunna með sérlega lofandi.
Hrísnes Vaka
Allir hundarnir hlutu excellent sem við sýndum í gær í fullorðinsflokkunum.
Hrísnes Yoda með excellent og 2. sæti í ungliðaflokki.
Hrísnes Sámur með excellent og 4.sæti í ungliðaflokki.
Hrísnes Skuggi II með excellent og 2. sæti í Opnum flokki með meistaraefni og keppti í besti rakki og lenti þar í 5. sæti.
Hrísnes Loki II með excellent.
Hrísnes Mila með excellent og 4. sæti í ungliðaflokki.
Hrísnes Ugla II excellent í meistaraflokki og meistaraefni.
Hrísnes Ugla II endaði svo besta tík BOS. Ótrúleg þessi tík hún bara mætir og vinnur allt og verður bara fallegri og fallegri með hverjum deginum. Þvílíkur snillingur.
Til hamingju með fallegu Uglu Anna Ingvarsdóttir
Við enduðum svo sýninguna á að vera með besta ræktunarhóp tegundar af 4 sem voru sýndir og okkar varð svo besti ræktunarhópur sýningar. Í honum voru 4 gullmolar Hrísnes Yoda, Hrísnes Loki II, Hrínses Skuggi II og Hrísnes Ugla II.
Takk allir hvolpaeigendur fyrir að mæta með fallegu hundana ykkar og Óli, Marius, Anna Dís og Stella fyrir hjálpina með ræktunarhópinn þið voruð stórglæsileg. Ég er ekkert smá stoltur ræktandi. kv Þurý
Hrísnes Mandla