Sýning HRFÍ hófst í dag og komu 6 hvolpar úr gotinu hennar Hrísnes Jöklu á sýninguna og kepptu í hvolpaflokki 3-6 mánaða. Hrísnes Hespa og Hrísnes Loki III unnu bæði sína flokka og Hrísnes Hespa var valin besti hundur tegundar. En allir hvolparnir fengu frábæra umsögn og heiðursverðlaun og hafði dómarinn orð á því að þetta væri virkilega flott gotsystkyni og ekki auðvelt að gera uppá milli þeirra.

Viljum við þakka eigendum þeirra fyrir að koma með þá á sýningunna og óskum þeim innilega til hamingju með þessa gullfallegu hvolpa sína.

Umsögn Hespu:

Excl. type – nice + chuncky
Fen head – ears a bit big
A bit too much throat
Good neck well made front
Nice forechest – Big ribs + good rear