Hrísnes Sonja RW15 ISCh  tók þátt í Winter Wonderland sýningu HRFÍ í dag, dómari var Frank Kane sem er einn fremsti dómari í heiminum og dæmir ma á Crufts. Sonja var valin besta tík tegundar og hlaut sitt 3. alþjóðlegameistarastig og vantar því einungis eitt alþjóðlegt meistarastig til að verða alþjóðlegur meistari en fyrir er hún Íslenskur meistari.  Ekki er hægt að segja annað en við séum í skýjunum með þetta, frábær dagur.