Hrísnes Una keppti í hvolpaflokki 6-9 mánaða og var valin besta tík tegundar og BOB (best of breed), og vann sér þar með rétt til að keppa um besti hvolpur sýningar. Þar keppti hún við hvolpa 6-9 mánaða hvolpa af öllum mögulegum tegundum. Og hvað haldiði, já mikið rétt skísan sigraði og var því BESTI HVOLPUR Winter Wonderland sýningar HRFÍ  2017.

Auk Hrísnes Unu, þá var Hrísnes Camilla 2.besta tík, Hrísnes Akkiles 3.besti rakki og Hrísnes Fennrir 4.besti rakki tegundar.

Frábær dagur fyrir okkur í Hrísnesræktun og staðfesting að við erum á réttri leið.

Ég vill þakka öllu þessu frábæra fólki sem á hunda frá okkur fyrir að nenna að koma og sýna þessa gullmola sína, það hefur mikla þýðingu fyrir mig og er ég mikið þakklát.

kv

Þurý