Hrísnes Max var valinn besti hundur tegundar (BOB) á Alþjóðlegu hundasýningu HRFÍ í dag. Hann fékk sitt þriðja íslenska meistarastig og er þar með orðinn íslenskur sýningameistari! Hann fékk að auki sitt annað alþjóðlega meistarastig (CACIB). Hann keppti síðan í úrslitum í tegundahópi 9 en þar keppti 21 tegund til úrslita. Hann stóð sig frábærlega og varð í 3. sæti! Við óskum Laufey og fjölskyldu innilega til hamingju með prinsinn.