Von er á gulum og svörtum Hrísnes labrador hvolpum í byrjun febrúar 2017. Hrísnes Esja var pöruð með hundagullinu Dolbia Le mans. Dolbia Le Mans er einn glæsilegasti labrador rakki landsins og með frábært geðslag sem okkur er svo mikilvægt í okkar ræktun, Dolbia Le Mans er nýinnfluttur labrador rakki sem er hér til láns í ca. 1 ár. Hann er HD-A, ED-0/0, hreint augnvottorð (ECVO 01/2016), Optigen A, EIC- free, HNPK free, full tenntur, DNA profile. Crufts Qualified for life. Hann er íslenskur meistari, pólskur meistari og unghundameistari, þýskur meistari og unghundameistari og alþjóðlegi titillinn hans bíður staðfestingar en hann er komin með þau stig sem þarf fyrir hann.. ættbók Dolbia má skoða HÉR

Esja okkar er með einstakt geðslag og hefur skilað einstaklingum með frábært geðslag, heimilishundum og í sýningarhringinn.Við erum virkilega spennt fyrir þessu goti enda tveir frábærir einstaklingar hér á ferð sem hafa verið að skila góðu. Faðir Hrísnes Esju er glæsihundurinn C.I.E. ISShCh Buckholt Cecil IS14908/10  Bassi hefur ma annars verið valinn hundur sýningar hjá HRFÍ auk þess að vera með frábært geðslag. Hrínes Esja er HD-B, ED-A, hreint augnvottorð, ættbók Esju má skoða HÉR

Upplýsingar veitir Þurý í síma 661-5506 eða thuryhil@gmail.com

rakki