Þá er seinasti hvolpurinn farinn að heiman. Það var mikil spenna þegar að þær komu að sækja Hrísnes Orra. Hann flutti í Vesturbæinn til yndislegrar fjölskyldu og ætlar að leika við stelpurnar á heimilinu. Hrísnes Orri er yndislegur karakter. Hann er rólegur og indæll strákur sem er ekki hægt annað en að taka upp og knúsa og kela við.  Og svo er hann auðvitað svo hrikalega mikið krútt að hann bræðir alla sem hitta hann.

graenn-2-of-10