Þá er seinasti hvolpurinn farinn að heiman. Það er hann Hrísnes Ares. Hann ferðaðist alla leið á Blöndós í gærkvöldi í brjáluðu veðri og stóð sig eins og hetja, Hann er svo heppinn að flytja til pabba síns hans Sports og ætlar að stunda veiðar með honum og Vigni í framtíðinni og ég efast ekki um að hann verði vel þjálfaður veiðihundur. Hrísnes Ares er þvílíkur gullmoli, hann er einstaklega yfirvegaður, rólegur og indæll strákur sem er alltaf til í að veita manni athygli og fá smá kel og knús. Og svo er hann auðvitað líka hrikalega sætur.

ares