Það var mikill spenningur að sækja þennan dásamlega fallega prins fyrir jól.  Hann Hrísnes Moli er lífsglaður og kátur strákur sem er alltaf til í að leika.  Hann er alltaf til í að veita manni athygli og fá smá kel og knús. Hann hefði ekki getað verið heppnari með fjölskyldu hann Moli. Í fjölskyldunni er Hrísnes Coco sem er yndislegur brúnn Labrador undan Mónu okkar og eiga þeir örugglega eftir að að leika mikið saman og verða bestu vinir.
Það verða pottþétt yndisleg jól á þessu heimili með þessa tvo fallegu stráka.

moli