Hrísnes Hjaltalín er undurfagur eins og tónar Hjaltalín. Hann er kjark mikill og skemmtilegur strákur en alltaf rólegur og yfirvegaður. Hjaltalín er ótrúlega líkur pabba sínum honum Ljúflings Dýra.  Hjaltalín mun búa hjá krafmikilli og flottri fjölskyldu þar með Ingu Láru í broddi fylkingar.

Hrísnes Kjarval er jafn fagur og fegursta verk nafna síns. Ofsalega blíður hvolpur og ástríkur samt stutt í prakkarann í honum sem gerir hann nú bara sætan og skemmtilegan.  Kjarval er hjá æðislegu fólki sem hefur heillað hann uppúr skónum og hann þau.

Hrísnes Silvía Nótt, þá loksins fæddist stelpan sem getur borið nafn móður sinnar, Silvía er montskott sem hreinlega ómögulegt er að verða ekki ástfangin af. Hún líkt og móður hennar og Eurovision stjarnan okkar þarf að vera miðdepill áhuga og vill nokk stjórna hvort hún vilji láta leika við sig eða kela. Silvía fann sér fjölskyldu þar sem hún ásamt hinum stelpunum í fjölskyldunni eru í forgrunni.

Hrísnes Sif er lítil snót og var var svo agnar smá þegar hún fæddist að hún þurfti að fá lítið en jafnframt sterkt nafn og var því skírð því stóra litla nafni Sif. Hún er lítil stelpa með stóran persónuleika. Sif er lang minnst af systkynum sínum og mjög skemmtilegur karakter, sú litla hefur þurft að hafa fyrir sínu, að komast á spena og fá það sem hún þarf því stóru systkynin hafa bitist um bestu spenanna en þá er nú gott að vera ákveðin ung dama og fá sínu framgengt þrátt fyrir smæð og ekki hefur sú litla látið það á sig fá. Sif hefur heillað alla sem hana hafa hitt og held ég að hún hafi valið sér fjölskyldu ekki síður en að hafa verið valin af Elínu og hennar flottu krökkum.

Hrísnes Sonja, er satt best að segja algjört æði, hún er ofsalega lík pabba sínum Ljúflings Dýra. Sonja er mjög kátur hvolpur frekar róleg og elskar að vera í knúsi.  Balti og Sonja eru orðin miklir vinir og það er alveg yndislegt að horfa á þau göslast saman.

Hrísnes Kormákur, þið þekkið þessa töff týpu sem allt fer vel og er alltaf eins og ný kominn úr snyrtingu, það er Kormákur enda valdi nafnið hann hreinlega. Kormákur er sjarmatröll og virkilega skemmtilegur hvolpur sem nýtur þess að fá að vera með manni og fá að kúra hjá manni, helst myndi hann vilja sofa uppí ef það væri í boði. Kormákur er nágranni okkar í dag og býr hjá henni Krisínu og fjölskyldu á Eyrarbakka og því fáum við nú að fylgjast með kauða.

Hrísnes Erró heitir þessi fagri strákur hann minnir á glæsilegt málverk svo mikil er fegurðin. Erró er ákveðinn og kjarkmikill snáði sem hefur mikið yndi af því að leika við börn. Félagslindur og skemmtilegur hvolpur sem finnst líka gott að fá að vera í kósí uppí sófa fá smá harðfisk og kúr.