Tvöfaldri sýningu HRFÍ lauk í dag og það má með sanni segja að Hrísnes Labrador hundar hafi farið sigurför á þessum sýningum.  Í hvolpaflokki 3-6 mánaða keppti hún Hrísnes Vala og var hún valin besti hvolpurinn (labrador 3-6 mán) aldeilis glæsilegt það.  Hrísnes Emma hlaut Exelent og frábæran dóm, Hrísnes Vaka hlaut einnig Exelent og frábæra umsögn og Hrísnes Jökla fékk Very good í sínum dómi og mjög góða umsögn.  Hrísnes Skuggi hlaut sitt annað Ungliða Meistarastig og er þar með kominn með titilinn Ungliðameistari, en Hrísnes Skuggi var besti hundur í ungliðaflokki og endaði sem 4 besti rakki tegundar sem er mjög góður árangur af 12 mánaða hundi.  Hrísnes Nótt keppti í Opnum flokki og hlaut Exelent og stóð efst hjá tíkunum, og keppti því um besta tík tegundar og gerði sér lítið fyrir og vann það, þá mætti hún besta rakka tegundar og vann hann einnig og var því valin Besti Hundur Tegundar (BOB).  Við erum hrikalega stolt og ánægð með þennan frábæra sýningarárangur því er ljóst að Hrísnes hundarnir eru ekki aðeins með frábært geðslag heldur glæsilegir fulltrúrar tegundarinnar á öllum sviðum.  Kæru eigendur innilega til hamingju.

Hrísnes Vala & Sigrún

Hrísnes Vala & Sigrún