Sunna

Sunna frá Svalbarði var keypt af okkur sumarið 2006 og með henni hófum við ræktun okkar.  Væntingar voru etv meiri en mætti gera ráð fyrir í svona kaupum en hún hefur reynst okkur vel og það sem hún hefur skilað okkur er mun betra en við mátti búast.  Sunna hefur verið að skila okkur góðum hrossum með lausan gang með góðum fótaburði og fasmikil.

Púki frá Lækjabotnum

Púki frá Lækjabotnum

Sunna fór undir Darra frá Dísarstöðum í sumar 2014. Darri er undan Álf frá Selfossi  klárkestur með 8.05 fyrir hæfileika mjúkur flottur hestur með frábært tölt.

Ættir Sunnu:
F: Nökkvi frá Svalbarði AE:
FF: Eirfaxi frá Kirkjubæ BE: 7.85
FM: Lokkadís frá Svalbarði AE:
M: Von frá Svalbarði AE:
MF: Eirfaxi frá Kirkjubæ BE: 7.85
MM: Jörp frá Svalbarði AE:

Afkvæmi:

IS2007146001 Hrafnar frá Hrísnesi, er undan Krumma frá Blesastöðum 1A. Krummi hefur hlotið hæst 8.53 í AE þar af 9.5 fyrir tölt og 9.0 fyrir brokk og vilja/geðslag. Hrafnar er hæfileika hestur með góðan fótaburð og frábærar gangtegundir. Hrafnar er alfarið taminn af Alexöndru og bindum við vonir um að hann eigi eftir að gera góða hluti á keppnisvellinum auk þess að veita okkur almenna ánægju í reið.

Föðurætt Hrafnars:
F: IS2000187812 Krummi frá Blesastöðum 1A AE: 8.53
FF: IS1988158714 Kraflar frá Miðsitju AE: 8.28
FM: IS1992287943 Raun frá Húsatóftum AE: 8.08

IS2009146002 Klængur frá Hrísnesi er undan Hágangssyni sem heitir Hásteinn frá Holti en Hásteinn fór ekki í dóm en er góður klárhestur með góðar gangtegundir og frábært geðslag. Við höfum haft Hástein í tamningu hjá okkur og er Embla ný farinn að ríða honum. Klængur er núna í tamningu og lofar góðu, er með góðan fótaburð og sýnist okkur að hann muni jafnvel skáka Hrafnari bróður sínum í hæfileikum.

Föðurætt Klængs:
F: IS2006187215 Hásteinn frá Holti AE:
FF: IS1997158469 Hágangur frá Narfastöðum AE: 8.31
FM: IS1984256022 Karitas frá Kornsá AE: 7.52

IS2010246002 Rauðhetta frá Hrísnesi er undan Ljósálfi frá Hvítanesi, en Ljósálfur er undan Álf frá Selfossi og Birtu frá Ey II. Búið er að frumtemja Rauðhettu og lítur þetta bara príðilega út með hana, svo er bara að sjá hvernig framhaldið gengur.

Föðurætt Rauðhettu:
F: IS2007184614 Ljósálfur frá Hvítanesi AE:
FF: IS2002187662 Álfur frá Selfossi AE: 8.46
FM: IS1993284693 Birta frá Ey II AE: 8.00

IS2012146001 Frami frá Hrísnesi er undan gæðingnum Fræg frá Flekkudal. Augljóst er að þetta frábæra geðslag sem Frægur er með hefur skilað sér til Frama. Frami er eitt skemmtilegasta trippi sem við höfum fengið í okkar ræktun og verður skemmtilegt að sjá hvernig hann kemur út í tamningu.

Föðurætt Frama:
F: IS2002125041 Frægur frá Flekkudal AE: 8.11
FF: IS1988165895 Gustur frá Hóli AE: 8.57
FM: IS1994225041 Pyttla frá Flekkudal AE: 8.55

IS2013246002 Karitas frá Hrísnesi er undan undrahestinum Púka frá Lækjarbotnum, Púki er hæfileika ríkur hestur undan hinni frægu Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum sem skilar ekki neinu nema snillingum og Hróðri frá Refsstöðum. Karitas sýnir mikla hreyfingu og ekki skemmir að hún er grá og fríð.

Föðurætt Karitas:
F: IS2008186807 Púki frá Lækjarbotnum AE: 8.38
FF: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum AE: 8.39
FM: IS1983287806 Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum AE:

Pegasus frá Hrísnesi er undan glæsihestinum Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, Herkúles er hæfileika ríkur hestur með 6 níur 4ra vetra gamall, hann á svo sem ekki langt að sækja hæfileika en hann er  undan Hendingu frá Úlfsstöðum sem er með þrjár 9 og fjórar 9.5 og Álf frá Selfossi sem menn eru ss sammála um að vera ósammála um,  en okkur líkar hann enda með ótvíræða hæfileika með 8.69 fyrir hæfileika “klárhestur”.

Föðurætt Pegasus:
F: IS2010182570 Herkúles frá Ragnheiðarstöðum AE: 8.39
FF: IS2002187662 Álfur frá Selfossi AE: 8.46
FM: IS1997258874 Hending frá Úlfsstöðum AE: 8.47