Rauðhetta frá Hrísnesi fór frá okkur í mánuð núna í Austurkot til hennar Hugrúnar og fórum við núna um helgina að skoða hana og sækja.  Hún er bara að koma mjög vel út og satt best að segja frábær vinna sem unnin er hjá þeim í Austurkoti og óhætt að gefa þeim hæstu einkun fyrir sína vinnu. Rauðhetta er undan stjörnuni sem aldrei náði að skína, Ljósálfi frá Hvítárnesi sem er undan Álf frá Selfossi og Birtu frá Ey, og Sunnu frá Svalbarði og er Rauðhetta því systir Hrafnars frá Hrísnesi. Nú fer snótin í frí fram í desember. Embla er sátt með framgang mála sem er fyrir mestu þar sem merin er í hennar eigu.