Magnaður dagur í dag á Alþjóðlegri afmælissýningu HRFÍ.  Veðrið var ekki að leika við okkur í dag eins og í gær en árangurinn á sýningunni var frábær hjá okkur.

Besti hvolpur eldri flokkur Hrísnes Rósi, glæsilegur hvolpur sem ber þetta sérstaka nafn sem var málamiðlun foreldra og stelpanna þeirra sem vildu skýra hann Rósu.

Besta ungliða tík Hrísnes Mila og 4 besta tík tegundar og er því orðin ISJCh eða ungliðameistari en Mila og Stekkjadals Þorri víxluðu sætum frá sýningunni í gær, bæði stórglæsilegir ungliðar og vel að þessu komin.

Besti rakki tegundar Hrísnes Skuggi II, yndislegur hundur sem er glæsilegur í alla staði, frábærlega þjálfaður hundur lífsglaður og hefur bara allt sem góður á að hafa auk þess að vera gullfallegur. Nú þarf Skuggi II aðeins eitt meistarastig í viðbót til að verða meistari.

Besta tík tegundar Hrísnes Ugla II, geggjuð tík ég held án þess að á neinn sé hallað að þetta er einn af allra flottustu Labradorum á Íslandi í dag. Hrísnes Ugla II er Ungliðameistari og Íslenzkurmeistari.. í einu orði stórglæsileg…

Hrísnes Milla í 2. sæti með sérlega lofandi í hvolpaflokki 6-9 mánaða.
Hrísnes Brandugla í 3. sæti með lofandi í hvolpaflokki 6-9 mánaða. 
Hrísnes Yoda varð í 2. sæti með excellent í ungliðaflokki.

 

RW-18 ISJCh ISCh Hrísnes Ugla II BOB – Best of breed og 2.sæti í grúbbu 8

OB-1 ISJCh Hrísnes Skuggi II BOS – Best of opposite sex

Hrísnes Ugla II

Viljum við óska öllum Hrísnes eigendum innilega til hamingju með þetta allt.