Síðast liðinn sunnudag hlaut Hrísnes Skuggi II 1. einkun á veiðiprófi Retrieverdeildarinnar. Hann er fyrsti Hrísnes hundurinn sem hefur þreytt veiðipróf hjá deildinni þó vissulega eru þeir þó nokkrir Hrísnes hundarnir sem eru notaðir í veiði með frábærum árangri. Frábær árangur hjá Hrísnes Skugga II og Óla sem hefur þjálfað þennan snilling frábærlega . Fallegur og hæfileikaríkur hundur komin með O-B1 hlýðnipróf og orðin Ungliðameistari og byrjaður að safna hinum ýmsu meistarastigum. Innilega til hamingju Óli Þór Árnason með fallega Skugga þinn.