Hrísnes Snæfríður hið ljósa man eins og skáldið orti er hunda ljúfust, tignarleg og ber nafnið vel o stolt. Snæfríður er fjörugur hvolpur alltaf kát og ofsalega mikil kelirófa sem helst vill éta mann upp til agna.

Hrísnes Silja er mikil félgasvera sem vill alltaf fá að vera með, hvort heldur sem það er í leik eða bara að slappa af og lúlla yfir sjónvarpinu í fanginu á manni.  Silja býr nú hjá frábæru fólki þar sem hún nýtur sín til fullnustu í félagsskap við Emblu.

Hrísnes Gosi er ævintýralega skemmtilegur hvolpur, hann er forvitinn eins og nafni sinn úr ævintýrinu en strang heiðarlegur.  Gosi var nánast sjálfvalinn til Ástu og fjölskyldu hann passar svo vel við þetta frábæra fólk sem er ekki síður ævintýragjarnt og skemmtilegt eins og hann sjálfur.

Hrísnes Tínó með ljúfa lund og skemmtilega stríðinn. Ég held að þetta sé einn rólegasti og blíðasti hvolpur sem við höfum ræktað. Hann er eins og sagt er „gull af manni“. Tínó fór til fjörugrar fjölskyldu í gamla heimabæ Adda, alltaf hægt að plata gamla í bíltúr og kíkja á snáðann og kaupa bestu brauðin í heimi í Valgeirs bakaríi.

Hrísnes Selma er skýrð eftir æskuvinkonu dóttur okkar. Selma er alltaf kát fríðari en flestar ef ekki allar ævintýra prinsessurnar og skemmtileg í kaupbæti. Selmu á ekki eftir að leiðast hjá sinni fjölskyldu, þar er á ferð mikill kraftur og á ég fastlega von á að Selma verði búin að koma við á mörgum tindunum þegar framlíða stundir.